Þá styttist í brottför the Icelandic-Ladyboys... Ósk og Ævar leggja í hann á fimmtudaginn og er förinni heitið til Svíþjóðar. Þaðan skal haldið til Finnlands og svo lest til Rússlands þar sem Síberíu hraðlestin tekur við. Núna erum við Ósk því á fullu að pakka, flytja og gera allt klárt.
Hjá mér er örlítið lengra í brottför, en stutt þó. Ég mun eyða síðustu dögunum á Íslandi hjá Atla og verð væntanlega með annan fótinn í Hveragerði. Ég held svo til Peking í byrjun nóv.
Til að byrja með munu því Ósk og Ævar henda hér inn færslum frá sveittum Rússneskum svefnvögnum Síberíu-hraðlestarinnar...
Takk öll sömul fyrir komuna í alveg yndislegt kveðjupartý!
Kveðja, Helga og Ósk.
1 comment:
Vá, ýtti á vitlausan link og lenti óvart hérna =) bjóst alls ekki við nýrri færslu EN jeij! Gaman gaman! Hlakka til að fylgjast með ykkur ferðalöngunum, eins gott að þið verðið dugleg að blogga.. það er algjör skylda ;)
Knús og koss, Huld
Post a Comment