20.4.09

Sandur her, sandur tar, sandur allsstadar..!

Kom til baka ur alveg hreint otrulegri 3 daga eydimerkurferd i gaerkvoldi. Tetta var svo magnad, leidsogumadurinn, Mr. Khan, og kameldyrin, Mr. Jonesey, Mr. Lalu og Mr. Win, voru allir yndislegir og lifid i eydimorkinni yndislegt. Eg laerdi ad elda indverskan mat, desert style, fengum heimsokn fra eitrudum snak, hlustudum a indverska songva, asamt eydimerkur utgafunni af Barbie girl, og sidasta daginn stoppudum vid i torpi til ad kaupa lifandi kjukling, sem vid bordudum svo i hadegismat. Ja, eg helt kjuklingnum a medan Mr. Khan skar hann a hals og hjalpadi svo til vid ad hluta nidur kjotid fyrir kjuklinga karryid okkar. Fannst tad mjog serstakt ad drepa haensnid ut i midri eydimork og borda tad svo i hadegismat, var heldur ekki buin ad borda kjot i tvo og halfan manud tar a undan. En tad er vist ansi margt sem haegt er ad laera i eydimerkur haskolanum, eins og Mr. Khan kalladi tad. Laerdi lika sma rim;

No hurry, no worry,
no chicken, no curry,
no chapatti, no chai,
no woman, no cry...

Hitinn i eydimorkinni tessa dagana er a milli 40-45 gradur yfir heitasta tima dagsins. Skilst ad a naeturnar se a milli 36-39 gradur. En tad er alveg otrulegt ad liggja a sandinum a nottinni og horfa a stjornurnar, alveg ad bakast ur hita undir teppinu, en teppid heldur skordyrunum i burtu.

Samkvaemt vedur-sidunum a netinu voru 44 gradur her tegar vid komum til baka i gaer, en heimamenn vilja meina ad tad hafi verid 48 gradur her i gaer. Tad kaemi mer svo sum ekkert a ovart tar sem eg hef aldrei adur upplifad annan eins hita. I nott svaf eg a naerbuxunum einum saman med viftuna a fullum styrk og svitnadi samt eins og mer vaeri borgad fyrir tad. Tad verdur tvi gaman ad sja hvernig verdur i Diu...

I kvold aetla eg sem sagt ad leggja af stad til Diu, sem var Portugolsk nylenda, og er sunnar en Jaisalmeer. Tad gaeti tvi verid enn heitara tar, en tetta er strandbaer, tannig ad vonandi verdur "kold" hafgola. Her er golan svo heit ad eg er hreint ekki viss hvort tad er skarra eda verra ad vera i golunni.

Aetladi ad setja inn myndir fra eydimorkinni, en gleymdi myndavela snurunni uppa hoteli. Myndir koma tvi sidar.

Tad styttist i heimfor og nuna er bara ein og half vika i ad vid Osk hittumst i London. Veit ad tad verdur gaman ad skiptast a ferdasogum.

Vona ad tid heima hafid tad gott. Sjaumst bradum.
Kvedja,
Helga.

14.4.09

Vegir liggja til allra atta...

Ta er Osk farin til Horpu og Vignis i Uganda og eg loksins farin fra Rishikesh. Eg er i augnablikinu i Pushkar, alveg a morkum eydimerkurinnar. Buin ad komast ad tvi ad tad er ekki margt ad sja her tannig ad eg aetla ad drifa mig strax a morgun til Jaisalmeer og skella mer i kamelferd i eydimorkina.

Sidustu vikurnar i Rishikesh voru alveg yndislegar, klaradi Reiki meistarann og eyddi svo einni viku i ad aefa mig. Hitti sem betur fer alveg fullt af folki sem vildi profa Reiki tannig ad tad var nog ad gera hja mer. Hitti reyndar lika Helen, Irsk stelpa sem vid Osk kynntumst i Bombay, og eyddi sidustu dogunum meira og minna med henni, austurriskum yoga kennara og austurriskum lofalesara..! For a full moon party vid Ganga tar sem var live tonlist og sungnar montrur med Baba sem akvad ad skemmta ser med okkur, var tilraunadyr hja 2 yoga kennurum sem voru ad aefa sig i ad leidretta yoga stodur, fekk lofalestur, hlustadi a live tonlist a veitingastodunum, profadi hugleidslu a "I am" med polskum hugleidslu kennara og eg veit ekki hvad og hvad. Skemmti mer sem sagt konunglega!

Eg lagdi af stad til Pushkar a paskadag. I rutunum veit madur aldrei hversu oft verdur stoppad, eda hreinlega hvort tad verdi matarstopp. Matarstoppid a paskadag var mjog stutt tannig ad tetta var paskamaltidin min:

2 chapatti (steikt braud)
kok
snakk
nokkrir brjostsykrar
2 bitar af bradnudu sukkuladi, sem kostadi mig halfan handlegg..!

Verd ad segja ad eg var vaegast sagt svekkt ad sukkuladid sem eg leyfdi mer ad splaesa i af tilefni paskadags (500 kr islenskar, takk!) var bradnad tegar eg aetladi ad borda tad, en bara vegna trjosku bordadi eg nu samt 2 bradnada bita af tvi... haha. En Indverjunum finnst kvoldmaturinn ekki mikilvaeg maltid tannig ad ef tad er tekid kvoldmatar stopp a annad bord, ta er tad yfirleitt mjog stutt. Eg nadi sem sagt ad stokkva a klosettid og kaupa mer 2 chapatti og bokstaflega gleypa tau i mig og kaupa svo snakk i sjoppunni svo eg naedi ad borda eitthvad adeins meira i rutunni.

I gaerkvoldi fekk eg bonord. Tetta er i annad skipti sem ad eg hitti Indverja sem vill af fullri alvoru giftast mer. Finnst tetta svo innilega fyndid! I tetta skipti bad min kokkurinn a veitingastadnum a gistihusinu sem eg er a. Indverjarnir eru svo fyndnir, teim finnst nog ad tala vid tig i halftima-klukkustund og ta vita teir hvort teir vilja giftast ter eda ekki. Teir hugsa svo sannarlega med hjartanu. Tad var ovenju rolegt a veitingastadnum i gaerkvoldi tannig ad kokkurinn settist hja mer i c.a. halftima ad spjalla. Eftir tad bad hann min. Tegar eg hafnadi honum, ta sagdist hann aetla ad bidja fyrir tvi ad mer snuist hugur adur en eg fari aftur til Evropu, og ad ef mer snuist ekki hugur ta, ad eg komi aftur til Indlands eftir nokkur ar og taki ta bonordi hans! I morgun var hann svo ad segja odrum gestum ad eg hafi hafnad honum en hann bidji fyrir tvi ad mer snuist hugur... Mjog fyndid allt saman.


Zara, Osk og Julie a strondinni vid Ganges


Hluti af hopnum sem hekk alltaf a Ganga Beach cafe


Hressir Frakkar a Freedom cafe


Helen ad skoda kalfana fyrir framan Freedom cafe


Baba ad bidja fyrir heimsfridi og ad mennirnir geti lifad i satt og samlyndi, adur en hann reykti chillum og song montrur a full moon party vid Ganges


Martin (austurriski yoga kennarinn), Helen og eg sidasta kvoldid mitt i Rishikesh. Hittumst ad sjalfsogdu a Ganga Beach cafe i sidustu kvoldmaltidina


Gypsie stelpur i Pushkar. Taer gafu mer mjog svo oumbedid Henna og reyndu svo ad rukka mig mordfjar fyrir tad..!


Var stongud i rassinn af nauti tegar eg var ad reyna ad na mynd af tessu husi. Vard tvi ad luta vilja nautsins og faera mig, turfti ad saetta mig vid ad na ekki staerri ramma en tetta..!

Ja, tad verdur svo sannarlega skrytid ad koma heim, engar beljur a gotunum, ekki umferd allsstadar og enginn liggjandi a flautunni, goturnar lausar vid kuaskit, hunda og geitur... Held ad fyrsta menningarsjokk tessarar ferdar verdi tegar eg kem heim!

Hlakka til ad sja ykkur oll, tratt fyrir ad trua ekki enn ad ferdin se senn a enda.

Bestu kvedjur,
Helga

2.4.09

incredible india - oskin skrifar

Ja margt hefur a daga manns drifid undanfarnar 2 vikur.

Eftir ad hafa verid i letilifi i Rishikesh i naestum manud akvad eg ad nu vaeri komin timi a ad skoda sig meira um. Eg akvad tvi ad bregda mer i fjallaferd en Rishikesh er vid raetur Himalayja fjallana en madur ser samt enga haa toppa tannig ad mer fannst omogulegt ad fara alla tessa leid en sja ekki alvoru fjoll.
Eg lagdi tvi i hann klukkan 4 ad morgni asamt gaur fra Austurriki sem eg var buin ad kynnast i Rishikesh. Vid tok 10 tima jebbaferd uppi fjollinn med alveg hreint otrulegu utsyni, snarbrottum vegum, pinu litlum torpum ut um allt lengst uppi fjollum og kaldara loftslag. Tegar vid komum i fyrsta baein var hitastigid ordid um frostmark. Sandalarnir, stuttermabolurinn og gallabuxurnar voru ekki alveg ad gera sig svo eg bra a tad rad ad skipta yfir i strigaskona, klaeda mig i taer 2 peisur sem eg hafdi medferdis og vefja utan um mig teppi og eg var klar i allt. Madur er aldeilis med utivistarbunadin a hreinu :)
En okkur hitnadi to fljotlega en i tessu torpi sem innihelt 1 gistiheimili og ca 10hus voru heitar laugar! Ja manni leid bara eins og madur vaeri komin heim, nema eg turfti ad bada mig i fullklaednadi i lauginni sem var adeins aetlud konum. Reyndar var eg nu spurd hvort eg vaeri i raun "Lady" tegar eg reyndi ad komast inn, ju ju eg sagdi konunni tad, hun horfdi a mig upp og nidur og sagdi svo OK med afar undarlegan svip. Laugin reyndist heit og god en eitthvad vantadi uppa utsynid en tad tarf ad byrgja svona kvennlaugar vandlega svo karlmennirnir geti ekki kikt inn svo fjallasynin var vel byrgd lika en svona er bara Indland:)
Okkur var svo bodid i kvoldmat i heimahus sama kvold hja Bobum torpsins. En Babar eru heilagir menn i Indlandi, okkar prestar raunverulega nema teir hafna ollum sinum veraldlegu eigum og komast af med tvi ad betla og eiga hvergi heima nema uppi fjollum, a gotunni eda i musterum. Lif teirra gengur uta ad bidja og hugleida, sem se ronar med haan status i tjodfelaginu:) Tessir babar hofdu reyndar hus i tessu torpi sem teir gistu i yfir veturinn en a sumrin bua teir uppi fjollunum. Teir eldudu fyrir okkur hrisgrjon, dal og chapatty sem vid atum med bestu list og held eg ad tetta hafi verid med betri maltidum sem eg hef fengid i Indlandi!
2 dogum seinna forum vid svo enn lengra uppi fjollinn og endudum i torpi sem heitir Gangotri og er 18 km fra upptokum Ganges og er mjog heilagur stadur eins og svo margir adrir reyndar. En tarna var eg komin uppi 3000 m haed og sa fjallatoppa sem voru 6000 metra hair! Fallegt fallegt fallegt er tad eina sem eg get sagt.
Naestu nott gistum vid svo i odru torpi tar sem vid vorum aftur einu turistarnir a svaedinu og voktum talsverda athyggli i torpinu. Vid komum okkur fyrir i testofu baejarins og yfir daginn drukkum vid omaelt magn af tei, heimabruggad hrisgrjonavin og eg tok i spil med heimamonnum. Leikurinn var rommy en teir voru ekki sattir tegar eg vann ta i sifellu og foru i fussi.
Naesta dag helt eg aftur til Rishikesh eftir 4 daga i fjollunum en eg vildi eyda nokkrum dogum med Helgu adur en eg turfti ad leggja af stad til Mumbai en eg a vist adeins 6 daga eftir i Indlandi tegar tessi ord eru skrifud en Helga verdur adeins lengur.

Nema hvad eg akvad ad fara beina leid til Jaisamler sem er litil baer i eydimorkinni naelaegt landamaerum Pakistan. Ferdin tok einhverja 30 tima og tad fyrsta sem gerist fyrir utan lestarstodina er ad tveir indverjar sem vildu badir fa mig med ser a sitt hotel foru ad slast fyrir framan mig eins og ekkert vaeri sjalfsagdra, eg meina tetta var spurning um ad graeda um 200 kronur a nott fyrir mig i gistingu:) En eg gat nu ekki annad en hlegid ad tessu og settist bara uppi rikshawin og beid tar til teir klarudu og svo heldum vid af stad.
Sama dag hitti eg tessa lika indaelis Indverja sem satu ad spila sem budu mer ad taka tatt og eyddi eg deginum og teim naesta med teim ad spila, drekka te og njota tess ad vera til.
Svo tok vid Camel safary i eydimorkina tar sem eg gisti 2 naetur undir berum himni i sandinum! Yndislegt! Var med frabaeru folki i hop, leidsogumennirnir voru otrulega skemmtilegir og sungu fyrir okkur um kvoldid sem og sogdu okkur margar sogur af odrum ferdalongum sem hafa ordid a vegi teirra. Tad kom i ljos ad eg var ekki fyrsti islendingurinn sem teir hofdu hitt og tegar eg spurdi uti hina islendingana sogudu teir mer ad teir vaeru nice people, but drink alot... sem mer totti afar fyndid verd eg ad segja:)

A morgun fer eg svo til Udaipur i 2 daga og svo til Mumbai i adra 2 daga og svo Uganda. Kokkurinn a gistiheimilinu sem eg er nuna er buin ad bjodast til ad kenna mer ad elda indverskan mat med ser og svo er mer bodid aftur i spil svo tad er nog ad gera til morguns. Svo eg hef tetta ekki lengra i bili.