20.4.09

Sandur her, sandur tar, sandur allsstadar..!

Kom til baka ur alveg hreint otrulegri 3 daga eydimerkurferd i gaerkvoldi. Tetta var svo magnad, leidsogumadurinn, Mr. Khan, og kameldyrin, Mr. Jonesey, Mr. Lalu og Mr. Win, voru allir yndislegir og lifid i eydimorkinni yndislegt. Eg laerdi ad elda indverskan mat, desert style, fengum heimsokn fra eitrudum snak, hlustudum a indverska songva, asamt eydimerkur utgafunni af Barbie girl, og sidasta daginn stoppudum vid i torpi til ad kaupa lifandi kjukling, sem vid bordudum svo i hadegismat. Ja, eg helt kjuklingnum a medan Mr. Khan skar hann a hals og hjalpadi svo til vid ad hluta nidur kjotid fyrir kjuklinga karryid okkar. Fannst tad mjog serstakt ad drepa haensnid ut i midri eydimork og borda tad svo i hadegismat, var heldur ekki buin ad borda kjot i tvo og halfan manud tar a undan. En tad er vist ansi margt sem haegt er ad laera i eydimerkur haskolanum, eins og Mr. Khan kalladi tad. Laerdi lika sma rim;

No hurry, no worry,
no chicken, no curry,
no chapatti, no chai,
no woman, no cry...

Hitinn i eydimorkinni tessa dagana er a milli 40-45 gradur yfir heitasta tima dagsins. Skilst ad a naeturnar se a milli 36-39 gradur. En tad er alveg otrulegt ad liggja a sandinum a nottinni og horfa a stjornurnar, alveg ad bakast ur hita undir teppinu, en teppid heldur skordyrunum i burtu.

Samkvaemt vedur-sidunum a netinu voru 44 gradur her tegar vid komum til baka i gaer, en heimamenn vilja meina ad tad hafi verid 48 gradur her i gaer. Tad kaemi mer svo sum ekkert a ovart tar sem eg hef aldrei adur upplifad annan eins hita. I nott svaf eg a naerbuxunum einum saman med viftuna a fullum styrk og svitnadi samt eins og mer vaeri borgad fyrir tad. Tad verdur tvi gaman ad sja hvernig verdur i Diu...

I kvold aetla eg sem sagt ad leggja af stad til Diu, sem var Portugolsk nylenda, og er sunnar en Jaisalmeer. Tad gaeti tvi verid enn heitara tar, en tetta er strandbaer, tannig ad vonandi verdur "kold" hafgola. Her er golan svo heit ad eg er hreint ekki viss hvort tad er skarra eda verra ad vera i golunni.

Aetladi ad setja inn myndir fra eydimorkinni, en gleymdi myndavela snurunni uppa hoteli. Myndir koma tvi sidar.

Tad styttist i heimfor og nuna er bara ein og half vika i ad vid Osk hittumst i London. Veit ad tad verdur gaman ad skiptast a ferdasogum.

Vona ad tid heima hafid tad gott. Sjaumst bradum.
Kvedja,
Helga.

4 comments:

Anonymous said...

Hlakka til að sjá myndirnar en öfunda þig ekki af hitanum. Mundu eftir vatninu og farðu vel með þig og góða ferð. kv. Mamma

Anonymous said...

skemmtilg ferðasaga Helga mín, er mjög spennt að sjá myndirnar :)Góða ferð sæta mín.

Kv. Thelma

Helga Dögg said...

Þú hefur legið í hitanum og horft á stjörnurnar á meðan ég lá í sundi í gær rétt svo með nefið upp úr pottinum þar sem það var svo mikið rok og rigning :-) Skemmtileg saga, hlakka til að sjá þig og heyra sögurnar...

Kv. Helga Dögg

Anonymous said...

ooohohoh alltaf jafn gaman að lesa og skoða :)
gangi þér vel á heimleiðinni..
kveðja
Guðný