25.2.09

Enn a lifi

Ja ekki daudar enn to vid hofum verid ansi nalaegt tvi...

En seinustu dagar eru bunir ad vera ansi rolegir. Ef eg man rett var seinasta faersla skrifud eftir Mumbai. Vid vorum tar sem se i 3 daga i leit ad fraegd og frama. Eftir tad tok vid 36 tima lestarferd til Kolkata, sem reyndist ekki vera eins slaem ferd og tad hljomar. Vid tokum tvi bara rolega, lasum baekur, drukkum fullt af chai og stalumst til ad reykja inna klosettum lestarinar... voda stud.

Kolkata var fyndin borg. Vid gistum i turista hverfinu, nanar tiltekid a Sudder Street sem a ad vera Kao San Road Indlands. Tad er ohaett ad segja ad tessar 2 gotur eiga tad eitt sameiginlegt ad turistarnir gista tar, ekkert annad! Ja Indland hefur einhvern vegin alltaf sina eigin standarda. Alltaf talsvert skitugra, trodnara af folki en stemmingin alltaf god og eitthvad sem kemur a ovart. t.d. satum vid eitt eftirmiddegi vid tessa tilteknu gotu ad drekka chai tegar geitahjord var rekin framhja okkur inni midri borginni. Eins forum vid ad skoda gard (Park) rett hja. I gardinum voru kinda, geita og hestahjardir innan um plast og annad rusl, sem og por a romantiskum stefnumotum.

Eftir Kolkata var tad Varanasi. Su borg er fraeg fyrir taer sakir ad hina heilaga a, Ganges rennur i gegnum borgina og mun tetta vera besti stadur i Indlandi til ad deyja a og lata brenna likid. Tad var otruleg upplifun ad sitja vid arbakkan og fylgjast med lifinu og daudanum i Indlands daglega lifi. Likin eru brend a almannafaeri og teir sem ekki eru brendir eru bundnir vid stein og settir ofan i anna. En tar sem tessi a er heilog ta koma Indverjar tarna i stridum straumum til ad bada sig i anni, drekka af henni og taka jafnvel hluta af henni med heim i plastbrusa sem eru seldir vid anna. Heimamenn nota anna til daglegra tarfa sem eru til daemis hid daglega bad fyrir ta og beljurnar, tannburstun og tautvottur og Mjog lekkert alltsaman, serstaklega i ljosi tess ad ainn er svort af skit, full af rotnandi likum, kloakid fer tarna uti sem og ymislegt rusl. Yndisleg alveg :)

Eftir 3 daga tarna vorum vid vinkonurnar ordnar frekar slappar. Badar med hita og eg frekar slappar i maganum. Tad tekur einhvern vegin meiri orku ur manni ad ferdast herna heldur en i Sud-Austur Asiu. En vid vorum bunar ad akveda ad skipta lidi tar sem mig langadi ad fara a 10 daga namskeid i hugleidslu og allskonar spiritual hlutum. Helga akvad ad fara til Rishikesh a medan sem er adal Yoga baerinn i Indlandi med sma vidkomu i Taj Mahal. Helga greyid vard svo enn veikari eftir ad eg skildi vid hana, ja adskilnadarkvidi getur verid mjog alvarlegtur :) En hun fekk matareitrun og eyddi nokkrum dogum i ad aela og svoleidis skemmtileg heit...
Eg aftur a moti nadi mer fljotlega i sveitasaelunni og rolegheitunum tar sem eg var og er maett hingad til Helgu i Rishikesh full af orku, shanty og zen eftir tetta hugleidslunamskeid sem reyndist vera alveg frabaert!

Hegla er byrjud i Reiki namskeidi og eg er adeins buin ad vera ad skoda yoga skolana herna. Vid forum i Yoga i morgun hja reikimeistaranum hennar Helgu og leyst mjog vel a og aetlum ad taka viku intensive namskeid hja honum. Svo ad madur verdur ordin baedi shanty, zen og bendy ad viku lidinni.

Herna er daudin miklu meiri hluti af lifinu heldur en i hinum vestraena heimi og sannadist tad aldeilis i dag. Rishikesh stendur lika vid Ganges nema talsvert ofar. I dag fekk eg mer gongutur medfram anni og se tar ad lik af konu er ad fljota allsnakid nidur anna i roleg heitunum. Mer bregdur talsvert vid tetta og fer og finn Indverja sem voru tarna lika i gongutur og bendi teim a likid og hvort vid verdum ekki ad lata einhvern vita af tessu. Teir kypptu ser litid upp vid tetta, hun hefur vaentanlega bara verid sett i anna eitthvad ofar og losnad af steininum sem likin eru vanalega bundin vid, svo hun flaut bara afram nidur anna fyrir allra augum og engin kyppti sem serstaklega upp vid tetta, bara hluti af lifinu.

Folk segir ad madur laerir svo mikid um sjalfan sig af tvi ad vera herna, af tvi Indland er alltaf eins, hvernig madur bregst vid er undir manni sjalfum komid.
Tad sannadist aldeilis eftir ad hafa verid i Varanasi en eg var buin ad vera veik lengi og ordin frekar treitt. Og tegar madur er i tannig astandi getur madur verid mun vidkvaemari og uppstokkari en ella. Madur getur yfirleitt ekki labbad nema nokkra metra i borgum an tess ad einhver komi og spyrja mann hvadan madur er, hvort madur vilji koma og skoda budina sina, hvort madur vilji kaupa hitt og tetta og svo eru tad karlmennirnir sem vilja ekki selja manni neitt en eru afar ahugasamir um mann... t.d. hefur mer tvisvar verid bodid Indverskan banana an tess ad tad vaeru neinir banana solustandar i augsyn... Sem se, seinasta daginn i Varanasi var tolinmaedin a trotum. Eg let einn "bananasolumanninn" vita ad svona taladi hann ekki vid mig og aetti frekar ad snua ser ad modur sinni: (motherf***er). Tegar eg for ad redda mer Richshaw voru eins og vanalega 5 gaurar sem hafa ekki sama skilning a personal space og vid i vesturlondum ad bjoda mer syna tjonustu, sem vard til tess ad aftur var romurinn haekkadur og teir bednir um ad snauta hid snarasta. Tiu dogum seinna sny er aftur til Varanasi og einhvern vegin virtist baerinn vera mun rolegri, folkid ekki eins agengt og eg sagdi nei takk med bros a vor vid hvern solumannin a faetur odrum :)

Tegar Helga var ad bida eftir mer i fyrradag atti madur leid framhja henni a motorhjoli. Hann ser hana, snarstansar, kemur til hennar og gerir henni ljost hversu falleg hun er og hvort hann megi ekki kynnast henni betur. Hun neitar manngreyinu og hann heldur a brott med vinunum sem stodu hja og bidu a medan tetta atti ser stad. Nokkrum minutum seinna ser hun hvar hann kemur til baka og segir vid hana: "my heart told me not to go with my friends but come back and talk to you"
Okkur fynnst tetta alveg yndisleg lina tvi hun lysir tessu folki svo vel, en tad hlustar a hjartad meira en hugan og er oft svo umburdarlynnt og segir tad sem tvi liggur a hjarta.

Tad eru svo margir svona gullmolar, tad sem mer dettur i hug nuna var tegar vid vorum spurdar hvort Helga vaeri mamma min sem okkur totti mjog fyndid. Einn gaur sagdi vid mig "you look so beautiful, what did you eat to day?" Vid hofum marg oft sed mikin ahyggjusvip tegar tad kemur i ljos i samtali ad vid erum ad nalgast tritugsaldurinn ad vid seum ogiftar og barnlausar, stelpa sem vid hittum sem var okkar aldri fekk einu sinni tau vidbrogd fra einum godum manni ad hann aetladi ad bidja fyrir henni tar sem honum totti hennar adstada grafalvarleg. Eins vorkennir folk okkur vodalega mikid ad vera ad ferdast svona lengi an fjolskyldunar. Tyrfit eiginlega ad hafa Helgu herna hja mer til ad rifja upp fleiri... en madur baetir tvi kannski bara vid seinna en eg tarf ad henda inn myndum med hennar hjalp.

En nog i bili, afsakid stafsetningarvillurnar, Osk

3 comments:

Anonymous said...

Alltaf svo gaman að lesa bloggið ykkar. Ég er sko búin að lesa þess færslu nokkrum sinnum. :) Kv. Svava.

Anonymous said...

PLR

Anonymous said...

Sælar dömur
frábært að fá að fylgjast með hvað þetta er frábært ferðalag hjá ykkur
gangi ykkur vel áfram
bestu kveðjur úr frostinu í Reykjavík
Vigdís Kristín